Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, júlí 11, 2008

Einfalt og gott í sveitinni

Hér á Hellu er engin Endurvinnsla og engin Sorpa. En hér er skúr sem er opinn tvisvar í viku þar sem gamall kall tekur við tómum dósum og flöskum. Kallinn telur flöskurnar svo engin þörf er fyrir að sortera þær. Eins eru gámar í jaðri bæjarins þar sem hægt er að losa sig við sorp og annan úrgang. Svæðið er ekki afgirt og er því hægt að athafnast þar allan sólahringinn. Ekki þarf að greiða sérstakt gjald fyrir þessa þjónustu.

Hvílíkur munur!

4 Comments:

  • Djö er gamli tjedlinn að mokgræða á ykkur. Kapítalisminn lætur ekki að sér hæða.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:39 e.h.  

  • Voðalega er þetta krúttlegt.

    By Blogger Hildur Lilliendahl, at 4:15 e.h.  

  • Það eru allir krúttlegir í dag. Sbr. Þórdísi.blogspot.com sem fer hamförum í broskallaviðbjóði og knúsum.

    By Blogger Hildur Lilliendahl, at 4:15 e.h.  

  • Hildur, þú mátt flá mig lifandi ef þú finnur svo mikið sem einn broskall sem mínir fingur hafa framkallað á lyklaborði eða síma.

    Húðstrýking á Lækjartorgi fyrir allra augum er hæfileg refsing fyrir broskallabrúk.

    By Blogger Gunni, at 4:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger