Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Almenningur er handónýtt drasl

Almenningur í þessu landi er handónýtt drasl. Við erum ömurlegar rolur og liðleskjur. Ef við hefðum einhvern manndóm í okkur þá hefði annar hver maður lagt niður vinnu á höfuðborgarsvæðinu í dag og við fjölmennt upp í Leifsstöð. Þar hefðum við myndað mannlegan skjöld og lokað flugvellinum og lamað starfsemi þar. Þannig hefðum við komið í veg fyrir að Paul Ramses yrði sendur úr landi. Síðan hefum við öll farið á Rauðarárstíginn og krafist beinnar íhlutunar utanríkisráðherra.

En því miður er langt þangað til eitthvað þessu líkt gerist á Íslandi. Líklega ekki fyrr en ef Paul verður sendur aftur til Kenýa þar sem hann á eftir að „hverfa“.

Þá hafa margir blóð á höndum sér. Sérstaklega viðbjóðslegu fasistarnir hjá Útlendigastofnun og ráðherrann, yfirmaður þeirra.

3 Comments:

  • Dreifðu þessu:

    http://kaninka.net/arngrimurv/2008/07/03/paul-ramses-taka-tvo/

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:27 e.h.  

  • Nei strákar mínir, þetta þykir mér svolítið leiðinlegt að lesa. Nú veit ég að þið tveir eru hörku duglegir strákar en ætliði að segja mér að svona hugsi þiðí dag? :)

    Hvað gerðist eiginlega? Hvaða vitleysa er þetta. Er byltingin komin á netið? Í tölvupóstinn, emailið og nú síðast Facebook. Hvað varð um þá gömlu góðu sem kom saman út á götu og skildi eftir sig aðeins meira mark en örfá kílóbæt eins og nú. Er takmarkið með þessu að láta alla verða svo upptekna við að pósta og kommenta um byltinguna að kapitalisminn hrynur, þar sem enginn fæst til að sinna vinnu.

    Gott og vel sú kenning rætist kannski en lof mér að spyrja ykkur: Vilji þið að framtíðarríkið verði reist af bloggurum? Vilji þið segja barnabörnum ykkar frá því að stríð ykkar kynslóðar hafi verið háð í kommentakerfum en ekki út á götu? (Eru bloggarar kannski ófærir um að eignast börn?)

    Já, strákar mínir. Hugsiði nú aðeins! Ég hef áhyggjur af ykkar kynslóð, því ef hún hafði eitthvað töff eitt sinn þá er hún á góðri leið með að missa það.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:44 f.h.  

  • Þú ert nú bara fúl Beta mín vegna þess að ég hringdi ekki í þig eftir stefnumótið okkar.

    By Blogger Gunni, at 1:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger