Er ég til?
Í athugasemd við síðustu færslu er ég sakaður um að vera ekki til. Það er mesta hrós sem ég hef fengið lengi.
###
Ég hef aldrei verið háður bloggi. Í raun byrjaði ég ekki að lesa blogg fyrr en síðasta haust þegar ég vann næturvaktir fyrir framan tölvuna. Það hefur aldrei verið vandamál fyrir mig að sleppa blogglestri í nokkra daga fyrr en nú. Í dag er ég gjörsamlega háður Jónasi Kristjánssyni. Ég verð að fá minn skammt af Jónasi með morgunkaffi. (Og raunar líka með hádegis-, kvöld- og miðnætursnarlinu því Jónas bloggar svo oft á dag.)