Skynsamur nýfrjálshyggjuplebbi
Ég á til með að benda á þennan pistil eftir nýfrjálshyggjuplebbann Pawel. Þarna talar hann af mikilli skynsemi og hittir naglann svo sannarlega á höfuðið.
Annars held ég að netið sé mjög mikilvægt málþróuninni. Netið gerir það að verkum að í landinu eru í raun tvö tungmál. Netmálið er frábrugðið því hefðbundna að því leyti að það er miklu opnara. Í því verða til nýjar orðmyndir myndaðar úr því hefðbundna og nýjum orðum er mun greiðari leið inn í það en í hefðbundna tungumálið.
Því tel ég að það sé í raun lítil sem engin ógn sem stafar af slangri, styttingum og afbökunum í netmálinu því hið hefðbundna tungumál lifir sínu eigin lífi samhliða netmálinu. En auðvitað hafa tungumálin tvö snertifleti og þau skarast. Ef orð færist frá netmálinu yfir í það hefðbundna verður það að lúta reglum þess.
Sem áhugamaður um íslenska tungu fagna ég fjölbreytninni og lofa netmálið.
Á netsíðu þinni stendur að þú sért 25 ára námsmaður en í augnablikinu ertu 26 ára hótelstjóri. Sakna þín Gunni minn.