Fokk, diss og rúnk
Það hefur verið minn skilningur - hingað til að minnsta kosti - að talsmáti ungs fólks smitaði helst niður fyrir sig. Það er að segja að þeir yngri apa eftir þeim eldri. Mér sýnist þetta blessunarlega vera að breytast.
Tveir afar áhrifamiklir spekingar, annar háaldra og hinn miðaldra hafa nú auðgað orðaforða sinn.
Jónas segir á einum stað að háskólaprófessor „fokki upp“ fræðunum og á öðrum stað talar hann um að fólk „dissi“ poppara.
Egill skrifaði um daginn um „hóprunk“ bankastjóra en ég get ekki betur séð en að hann hafi fjarlægt það.
Reyndar fær Egill ekki rokkstig vegna þess að hann skrifar rúnk með u-i. Jónas fær hins vegar tvö rokkstig.