Fritzl í fullu fjöri fær fiskiflugu
Ég hef eignast gæludýr. Í gær sópaði ég nokkrum dauðum flugum úr gluggakistunni í lófann á mér og fór með þær út á pall. Á pallinum býr stærðarinnar könguló í miklum og fíngerðum vef. Ég lét eina flugu falla á vefinn úr lófanum á mér. Köngulóin var snögg til og vafði fluguna kyrfilega með þæði sínum. Nú í morgun var hún búin að éta fluguna.
Ég stakk upp á því við vin minn Brynjar að köngulóin yrði nefnd Jósep Fritzl. Honum fannst það óviðeigandi. Eftir málamiðlum ákváðum við að láta hana heita Kirsten Fritzl.
Nú er Kirsten vel mett úti á palli og í kvöld mun ég gefa henni feita fiskiflugu.
(Ofstuðlun fyrirsagnar er í tilefni þjóðhátíðardagsins.)
hæ hó og hibbí hei!