Vespur og geitungar
Ég er skíthræddur við geitunga og vespur, samt hef ég aldrei verið stunginn. Ég vil ekki að Reykvíkingar slátri öllum skorkvikindum sem eru tiltölulega ný af nálinni hér á landi. Þessi dýr eiga alveg jafn mikinn tilverurétt og önnur dýr, þetta eru bara fordómar hjá Íslendingum. Erlendis rýkur fólk ekki upp milli handa og fóta ef vespur og geitungar hreiðra um sig í görðum þess, það gerir ráðstafanir og getur auðveldlega grillað í garðinum eða farið í sólbað án þess að verða stungið. Við þurfum bara að bíta það í okkur að umhverfi okkar er að breytast og við verðum að aðlaga okkur að breytingunum en ekki drepa öll framandi dýr sem náttúran býður til landsins.
Mér er samt meinilla við þessi kvikindi.
Ég stæri mig nú af því að vera mikill dýravinur (og ég er það í alvörunni, kýs oft frekar félagsskap dýra heldur en manna) en geitunga og vespur hata ég! Get ekki að því gert! Er jafn hræddur við þessi kvikindi og Davíð Oddsson við valdaleysi! En kemur ekki svo sem allt hatur út frá hræðslu?
Ég hef meira að segja notað vinkonur mínar sem svona "human shield", fleygt þeim í gin geitunganna, þegar þeir gerðust nærgöngulir eitt sinn. Ok, ég hefði kannski ekki átt að uppljóstra þetta síðasta, kemur ekkert rosalega vel út fyrir mig.... :)