Nostragunnus
Það er ótrúlega gaman að skrá sig í kúrsa í Háskólanum. Maður treður sér í eins marga kúrsa og maður getur fyrir hverja önn og fyrstu tveir mánuðirnir í skólanum eru ótrúlega skemmtilegir. Svo þyngist róðurinn þegar nær dregur prófum og í lok október bölvar maður sjálfum sér í sand og ösku fyrir að leggja allt þetta á sig. Svo dettur maður vel í það eftir próf og þá eru öll vandræði að baki og maður er sáttur við það sem maður valdi.
Þetta er ekki spá. Þetta er sagt með fullri vissu! Í þessum bylgjum hefur líf mitt gengið undanfarin 17 ár án undantekninga - kannski fyrir utan fylleríin í lok desember fyrstu 10 árin af þessum 17.
Lýst hefir þú draumi mínum. Einn daginn ...