Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, júlí 19, 2004

Stíll dauðans

Vááááá... ég er að hugsa um að blogga.
Æðislegri helgi lokið og hið daglega amstur tekur aftur við. Það er samt einhver fiðringur í manni þegar sumarið skartar sínu fegursta eins og í dag :-)
 
Fór í innflutningspartý hjá Höllu og skemmti mér konunglega, ótrúlega skemmtilegt fólk og frábærar veitingar. Svo fórum við í ratleik (geðveikt skemmtilegt!!!) og mitt lið vann. Alltaf svo skemmtilegt fólk hjá henni Höllu. María, Diljá og Kata voru alveg í massastuði og sömuleiðis Dagur og Oddur. Huginn, Sverrir og Kata gleymdu sko ekki góða skapinu heima og Þrúða var geðveikt skemmtileg, og líka allt hitt fólkið t.d. Fífa og Hansi.
 
Svo er ég líka alveg orðinn geðveikt brúnn eftir að hafa legið í sólbaði á laugardaginn, alveg svona eins og epli.

3 Comments:

  • vil bara koma því á framfæri að atkvæðagreiðslan varðandi þennan ratleik sýndi bara það að lýðræðið virkar ekki! þið voruð samt alveg ágæt sko.... :) takk fyrir síðast !!

    By Blogger maria, at 11:21 f.h.  

  • Tek undir það. Sammála Framsóknarlínunni, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðsla myndi aldrei gefa rétta mynd af vilja þjóðarinnar.

    By Blogger Gunni, at 11:26 f.h.  

  • Ég dey
    halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger