Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Það er allt okkur að kenna (að hluta til)

Hvernig tengist ástandið í Afríku okkur, hinum týpísku vesturlandabúum? Er það okkar skylda að íhlutast og reyna að stilla til friðar þar sem stríð geysa? Hvaða ábyrgð berum við? Getur verið að velmegun og hröð þróun á Vesturlöndum undanfarnar aldir tengist því að Afríku var rústað og hún arðrænd á sama tíma af okkur, okkar kynstofni, okkar menningu? Hvaðan kemur olían sem knýr togaraflotann okkar og bensínið sem við dælum á bílana okkar? Hverjir eru vopnaframleiðendurnir – það er augljóst hverjir hagsmunir þeirra eru – eru þeir kannski vesturlandabúar eins og við? Dæla þeir e.t.v. peningum í kosningasjóði valdamestu manna í okkar heimshluta? Eða eru þetta kannski einir og sömu mennirnir?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger