Af góðum myndum og slæmum
Fór einn í bíó í fyrradag á myndina Godsend. Það er ein af verstu hugmyndum sem ég hef gert (í stíl Símans). Myndin er alltof krípí og sendir frá sér alltof neikvæða strauma, ólík The Sixth Sense þar sem maður fór glaður heim úr bíóinu þrátt fyrir að hafa upplifað mikinn hrylling.
Mæli ekki með þessari mynd.
En ég sá hins vegar mjög góða mynd um daginn á Rúv; Iris, sem fjallar um írsku skáldkonuna Iris Murdoch en hún fæddist einmitt á þessum degi árið 1919. Myndin er hreint út sagt frábær. Ekki vegna þess hve listilega vel hún er skrifuð, heldur vegna leikaranna sem eru frábærir og vegna þess hve myndin er falleg. Fegurðina í myndinni er þó helst að finna í hugmyndafræði aðalperónunnar sem er sett fram í ákveðnu stefi. Inn á milli atriða eru sýnd brot þar sem Iris flytur fyrirlestur í háskóla og talar um ástina og fegurðina af gríðarlegri einlægni. Mjög flott.
Svo eru gömlu hjónin svo yndisleg - ég vil vera svona þegar ég verð gamall, eða bara núna???
Iris var fædd í Dyflinni og skrifaði alls 26 skáldsögur, fjölmörg leikrit og smásögur auk fjölda fræðigreina. Hún fékk stöðu við Oxfordháskóla 1948 og þar kynntist hún eiginmanni sínum John Bayley sem var nokkrum árum yngri en hún. Hann skrifaði bókina Elegy for Iris sem kvikmyndin er byggð á. Hún hlaut titilinn Dame frá breska heimsveldinu (svara til Sir hjá karlmönnum) 1987 (á ekki að fara að leggja þessa titla niður?) En eftir baráttu við Alzheimer lést hún árið 1999, áttræð.
En allavega, til hamingju með afmælið.