Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, júlí 16, 2004

Ärzin

Það er ótrúlegt hvað það er skemmtilegt á spjallfundum þar sem er ekkert fyrirfram ákveðið umræðuefni, og það sakar ekki að fá sér einn kaldan með. Margar góðar hugmyndir koma fram í svona afslöppuðu umhverfi og sumar þeirra þróast síðan áfram og gerast (aftur í stíl Símans).
 
Til hamingju fröken Helga Tryggvadóttir - þrefalt húrra fyrir þér! (Hún komst inn í læknisfræðina). Héðan í frá mun ég aldrei kalla þig neitt annað en dr. Helgu. Einn góðan veðurdag færð þú að plástra mig eða brenna vörtu af tánum á mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger