Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, júlí 16, 2004

Ísland úr Nató

Ef Ísland gengur úr Nató og herinn fer þá finnst mér að við eigum að bjóða Bobby Fisher íslenskan ríkisborgararétt. Hann gerist svo væntanlega félagi í Hróknum. Enn ein ástæða til að losa okkur við aumýkingartáknið á Miðnesheiði.
 
Það er ekki sniðugt að hella niður kaffi á vinnustað sem er fullur af bókum.
 
Afar áhugaverð grein á http://www.andriki.is>Vefþjóðviljanum í gær. Þar er rakin tregða stjórnarandstöðunnar og misræmi í málflutningi hennar frá umræðum áður en fjölmiðlalög 1 voru sett og til dagsins í dag. Væri fín grein ef einn agnarsmár faktor væri tekinn inn í umræðuna, sá að FORSETI ÍSLANDS NEITAÐI AÐ SKRIFA UNDIR LÖGIN OG VÍSAÐI ÞEIM TIL ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU! Ætli þau hafi gleymt því?





0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger