Nokkrir góðir dagar
Í gær var gott veður. Í gær var góður dagur. Þá komst ég að nokkrum staðreyndum:
1. Ég sökka í hakkísakk.
2. Aldrei á að borða heita súpu í miklum hita á Austurvelli.
3. Rónar og drykkjufólk er besta fólk.
4. Fólk sem vinnur dagvinnu inni á kontor er fífl.
5. Reykfylltar sápukúlur er besta uppfinning síðan Latte var uppgötvað.
Í dag er enn betra veður en í gær og verður því enn betri dagur í dag. Dagurinn verður því notaður í vinnu fyrir hádegi en eftir hádegi ætla ég að slæpast og senda góða strauma út í alheimsandann.
Ég vinn dagvinnu... inni á kontor.
Halla