Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, júní 01, 2004

Furðuverk

Nú langri og unaðslegri helgi lokið og kallinn sestur á Hlöðunna og bloggar, svona rétt áður en hann skellir sér út í djúpu laugina og fer að vinna eitthvað að viti. Hlegin var ótrúlega skrítin, skemmtileg og fyrst og fremst kom hún mér á óvart. Ég lærði margt nýtt, t.d. að það á aldrei að dæma fólk fyrirfram. Fólk sem þú heldur máske að séu fífl getur verið ljúfastu sálir. Aldrei að dæma fyrirfram, bara elska skilyrðislaust.

Ég held að þessi texti, sem ég held að sé eftir Jóhann G., geti átt við okkur öll:

Ég á augu, ég á eyru, ég á lítið skrýtið nef.
Ég á augnabrúnir og augnalok sem lokast er ég sef.
Ég á kinnar og varir rauðar og á höfði hef ég hár.
Eina tungu og tvö lungu og heila sem er klár.

Ég á tennur og blóð sem rennur og hjarta sem að slær.
Tvær hendur og tvo fætur, tíu fingur og tíu tær.
Ég get gengið og ég get hlaupið, kann að tala mannamál.
Ég á bakhlið, ég á framhlið en innst inni hef ég sál.

Því ég er furðuverk, algjört furðuverk sem að guð bjó til.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk, lítið samt ég skil.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger