Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, mars 30, 2005

Ég gerði ekkert um páskana, enda er ég kominn með legusár og bakið á mér er í rusli.

Stólarnir á Hlöðunni gera illt verra.

mánudagur, mars 21, 2005

Boð og bönn

Ég vil að öll meðferð skotvopna og sala þeirra verði bönnuð á Íslandi. Skotvopn eru heimskuleg og geta ekki stuðlað að neinu góðu í okkar samfélagi. Þau verða mönnum og dýrum að bana. Hvers konar siðferði er það að búa í samfélagi þar sem orðið sportveiði er gjaldgengt? Það að veiða og kvelja dýr og kalla það sport er gríðarleg siðleysa. Ennfremur vil ég leggja bann við stangveiði. Ég skil ekki hvernig menn geta kvalið fiska í hálftíma og sleppt þeim svo hálfdauðum. Það er hrein grimmd. Þetta er hreinræktuð siðleysa og vitleysa. Ef menn vilja skemmta sér geta þeir bara farið í göngutúr úti í náttúrunni eða farið á Stúdentakjallarann og fengið sér bjór (eins og ég er að gera núna). Það er svo miklu betri skemmtun.

föstudagur, mars 04, 2005

Er farinn til London og Parísar. Bless í bili.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Það er viðbjóðslegt að skrifa ritgerð hálf þunnur. Mæli ekki með því.

Mér finnst afar leiðinlegt hversu lítið er til af fræðiefni um stöðu útlendinga á Íslandi. Bestu/einu heimildirnar eru þurrar hagtölur og nokkrar misgóðar BA-ritgerðir. Svo er líka skrýtið að stjórnvöld hafa enga mótaða stefnu í málefnum útlendinga. Til að átta sig á henni verður maður einfaldlega að fletta gegnum Alþingistíðindi síðustu 25 ára.

Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla er góð bók. Var að lesa kafla um varnarsamninginn. Þar stendur m.a.:

Samkvæmt tilmælum Íslendinga var þess gætt, eins og á stríðsárunum, að [bandarískir hermenn og aðrir starfsmenn] væru af hvítum kynþætti
Jamm

þriðjudagur, mars 01, 2005

Jæja...

... síðasta færsla 2. september. Það eru nú ekki beint góð afköst.


 

Powered by Blogger