Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, september 17, 2008

Saumi saumi saumi í smett

Ég er að pæla í að fara í klippingu núna á eftir. Ég sá í gær stað í götunni minni sem auglýsti herraklippingu á 125 kall. Ekki slæmur díll! Annars er ég að hugsa um að slá tvær flugur í einu höggi og biðja þann sem klippir mig að kötta á sauminn sem ég er með í andlitinu.

Fyrir viku síðan dúndraði einhver mongólíti flösku í smettið á mér og nú sit ég uppi með glóðarauga og skurð sem þurfti að sauma í gagnauganu. Þetta gerðist fyrir utan Ölstofuna strax eftir lokun á miðvikudaginn. Eftir því sem ég best veit var árásin tilefnislaus en það getur svo sem vel verið að ég hafi rifið kjaft og átt þetta skilið. Allavega sá ég ekki hver negldi flöskunni á fallega andlitið mitt.

Nú er vika liðin síðan læknirinn á Slysó saumaði mig. Sökum ölvunar man ég ekki hvað ég átti að hafa sauminn lengi. Veit það einhver? Er vika nægur tími?

Annars er spítali ekki svo langt frá mér og mér er tjáð að þar sé engin bið og allt sé ókeypis. Danmörk rúls!

4 Comments:

  • Ég þykist hafa næga reynslu til að fullyrða að vika er fínt. Og það er ekkert mál að plokka þetta úr sjálfur, stingur einhverju eggjandi undir hnútinn og voilá.

    By Blogger Óli Sindri, at 1:21 e.h.  

  • Það er alltaf hægt að treysta í þig í þessum efnum. Enda ertu krónískur spítalamatur.

    By Blogger Gunni, at 1:40 e.h.  

  • Þakka auðsýndan heiður.

    kv.

    JEVBM

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:43 e.h.  

  • Alveg sjálfsagt.

    Varst það nokkuð þú sem buffaðir mig í smettið?

    By Blogger Gunni, at 1:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger