Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, september 16, 2008

Malmö

Nú er rigning í Köben og ég hangi inni hjá félaga mínum, sötra öl og horfi á gömul tónlistarmyndbönd í flakkaranum hans á 47" skjá. Á meðan geysa skotárásir á fyrir utan en ég er öruggur inni í hlýjunni. Fyrsta myndbandið sem ég setti á var Hjálpum þeim. Mjög nostalgískt og allt það, en hver í andskotanum syngur línuna: "sem öllu myrkri getur eytt"? Hann er með djöfull svala rödd en ég kem andlitinu ekki fyrir mig. Annars er ég að hugsa um að kíkja til Svíþjóðar í vikunni. Ég hef aldrei komið í þetta fyrirmyndarríki sósíaldemórkatismans svo ég er hálf spenntur. Eða ætti ég kannski að vera stressaður eftir lestur kommentakerfis Egils? Eru ekki sjaría-lög þarna í þessu musteri umburðarlyndisins? Ég sendi Viðari Guðjohnsen ferðasöguna.

1 Comments:

  • Ég hef ekki heyrt upprunalega lagið í mörg ár, en gæti örugglega svarað þessu ef ég sæi það. Á YouTube er hins vegar bara nýrri, ömurlegri útgáfan. Og þetta.

    By Blogger Óli Sindri, at 5:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger