Söknuður
Ég sakna Reykjavíkur. Ég sakna líka vina minna. Sumir þeirra hafa þó verið duglegir við að koma og heimsækja mig hingað á Hellu.
Ó þið, Ölstofan og Næsti Bar. Ég sakna ykkar líka. Og dagdrykkjan maður, úff. Engin dagdrykkja í næstum tvo mánuði. Ekkert öl á Austurvelli í hádeginu. Sem betur fer er sumarið bráðum búið og þá get ég tekið upp fyrri iðju.
Hjá mér er enginn föstudagsfílingur. Ég þarf að vinna eins og möðerfokker allan daginn í dag rétt eins og alla daga.
En fyrir ykkur hin þá mæli ég með smá Elvis Costello. Hann kemur ykkur í djammfílínginn.
sakna þín líka...