Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Lausnir felast í því að leita lausna

Það er ljótt að sparka í liggjandi mann – og hvað þá að bíta í nefið á honum, en ég stenst ekki mátið.

Eftir 6-1 tapleikinn gegn Breiðabliki sagði Guðjón Þórðarson í viðtali Stöð 2 Sport:

Lausnir felast í því að vinna og leita lausna.


Ég vissi að Guðjón væri skarpur og snotur en ég gerði mér ekki grein fyrir því að hann væri svona djúpur. Lausnir felast í því að leita lausna. Það á ekki að reka menn sem búa yfir greind af þessu tagi.

Orri Freyr Hjaltalín sagði sama kvöld:

Það skóp þennan sigur í dag.


Afskaplega finnst mér gaman þegar menn velja frekar sterkbeygingu sagna ef kostur gefst, ´skóp´ er miklu fallegra en ´skapaði´. Það er synd að sterk sagnorð séu lokaður orðflokkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger