Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, júlí 12, 2004

Ææ

Veit einhver um orð í íslensku þar sem tvö æ standa saman? Sá sem getur fundið það fær koss frá mér - rembings, beint á munninn. Þetta verður að vera orð sem er til í málinu, ég vil fá dæmi.

6 Comments:

  • Sæær sbr. sækýr og sæhestur.
    Úúííí....get ekki beðið eftir að fá verðlaunin!

    Einar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:18 e.h.  

  • Sæær kemur aðeins fyrir í dönsku. Sbr. heimasíðu þessarar félagsmiðstöðvar fyrir djöfladýrkendur. http://www.issf.biz/kontaktjakob.html

    Gunni

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:28 f.h.  

  • Eða í þessu samhengi, ßâ,sæÆr˜¤"I:‰ 94õL œp ...

    Fjórða síðasta orðið, sæÆr.

    Gunni

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:32 f.h.  

  • Hrææta er fornt orð og gott.
    Frábið mér kossinn.
    Kv,

    Hilmar Hilmarsson, senior

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:32 e.h.  

  • Hrææta var orðið sem ég leitaði að. Til hamingju senior. Hún Halla litla sendi mér svarið með sms-skilaboði í gærkvöldi svo að hún fær kossinn næst þegar ég sé hana.

    Gunni

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:52 e.h.  

  • Hvað meiniði! Hafiði virkilega aldrei heyrt um sæær? Djöfuls snæælur getiði verið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger