Flanders
Detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði!
Ég er á góðri leið með að verða hinn þokkalegsti tölvunörd sem kemur mér skemmtilega á óvart því fyrir ekki svo löngu kunni ég svo til eingöngu á Word. Eftir því sem ég grúska meira í forritinu sem ég vinn í, því fleiri lausnir finn ég sem spara mér vinnu. Þetta er alveg ótrúlegt.
Eftir vinnu ætla ég að kaupa mér Havæ-skyrtu. Þá verð ég alveg eins og tölvunördið sem er alltaf í fréttunum þegar einhverjir vírusar herja á tölvur landsmanna.
Sá afar skemmtilega auglýsingu frá 10-11 í Fréttablaðinu í gær. Framarlega í blaðinu auglýsir fyrirtækið grænmeti og ávexti - og hvaða leið er best til að sýna ferskleikann og þau gæði sem varan býr yfir? Jú auðvitað að sýna unga stúlku á hlýrarbol (eða brjóstarhaldi - það sést ekki) með galopinn munn að búa sig undir að borða banana (eða troða honum lengst ofan í kokið á sér). Þegar ég sá auglýsinguna langaði mig strax að ríða melónu. Eða... voru það annars ekki skilaboðin sem var verið að senda???