Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

laugardagur, september 27, 2008

Ég er hætt, farin út í sólina

sunnudagur, september 21, 2008

Ríðum hvert öðru

Fleetwood MacAbbaThe Mamas and the Papas
Ég er að fíla lúkkið: "hey! af hverju ríðum við ekki öll hvert öðru og meikum samt nokkur ár saman í hljómsveit og verðum ódauðleg".

Mér finnst þessar hljómsveitir nokkuð svalar.

laugardagur, september 20, 2008

Sjálfsfróun

Ef ég væri blaðamaður myndi ég hringja í tíu trúarnöttara og óska álits þeirra á sjálfsfróun.

Ég þykist nokkuð viss um að allavega Gunnar í Krossinum og biskupinn séu frekar á því að menn eigi ekki að flengja apann og konur ekki að hrista rottuna.

föstudagur, september 19, 2008

"Drullast burt Kristinn. Fokking sandnegrasleikja."

Ungir frjálslyndir hvetja Kristinn H. Gunnarsson til að segja af sér þingmennsku. Neðst í yfirlýsingunni stendur:

Fyrir hönd Ungra frjálslyndra

Viðar Guðjohnsen
Formaður Ungra frjálslyndra


Þetta þykir mér dálítið sérkennilegt. Þessi yfirlýsing er í nafni Ungra frjálslyndra og því alger óþarfi að formaðurinn þurfi sérstaklega að skrifa undir og minna á nafn sitt. Annað hvort er hann einn í þessum samtökum eða þá er hann með annarlega komplexa. Annað þarf þó ekki að útiloka hitt.

fimmtudagur, september 18, 2008

AIG í vaskinnÞá hefur Kaninn þjóðnýtt AIG sem er aðal sponsor Manchester United knattspyrnuliðsins. Samkvæmt wikipedíunni er þetta fyrirtæki það 18. stærsta í heiminum. AIG stendur fyrir American International Group. Á einhvern undarlegan hátt hef ég alltaf staðið í þeirri trú að þetta væri fyrirtæki sem framleiddi klósett og vaska. Kannski vegna þess að þessi lógó eru óþarflega lík:

The Ring

Fyrsta myndinFramhald?

miðvikudagur, september 17, 2008

Saumi saumi saumi í smett

Ég er að pæla í að fara í klippingu núna á eftir. Ég sá í gær stað í götunni minni sem auglýsti herraklippingu á 125 kall. Ekki slæmur díll! Annars er ég að hugsa um að slá tvær flugur í einu höggi og biðja þann sem klippir mig að kötta á sauminn sem ég er með í andlitinu.

Fyrir viku síðan dúndraði einhver mongólíti flösku í smettið á mér og nú sit ég uppi með glóðarauga og skurð sem þurfti að sauma í gagnauganu. Þetta gerðist fyrir utan Ölstofuna strax eftir lokun á miðvikudaginn. Eftir því sem ég best veit var árásin tilefnislaus en það getur svo sem vel verið að ég hafi rifið kjaft og átt þetta skilið. Allavega sá ég ekki hver negldi flöskunni á fallega andlitið mitt.

Nú er vika liðin síðan læknirinn á Slysó saumaði mig. Sökum ölvunar man ég ekki hvað ég átti að hafa sauminn lengi. Veit það einhver? Er vika nægur tími?

Annars er spítali ekki svo langt frá mér og mér er tjáð að þar sé engin bið og allt sé ókeypis. Danmörk rúls!

þriðjudagur, september 16, 2008

Malmö

Nú er rigning í Köben og ég hangi inni hjá félaga mínum, sötra öl og horfi á gömul tónlistarmyndbönd í flakkaranum hans á 47" skjá. Á meðan geysa skotárásir á fyrir utan en ég er öruggur inni í hlýjunni. Fyrsta myndbandið sem ég setti á var Hjálpum þeim. Mjög nostalgískt og allt það, en hver í andskotanum syngur línuna: "sem öllu myrkri getur eytt"? Hann er með djöfull svala rödd en ég kem andlitinu ekki fyrir mig. Annars er ég að hugsa um að kíkja til Svíþjóðar í vikunni. Ég hef aldrei komið í þetta fyrirmyndarríki sósíaldemórkatismans svo ég er hálf spenntur. Eða ætti ég kannski að vera stressaður eftir lestur kommentakerfis Egils? Eru ekki sjaría-lög þarna í þessu musteri umburðarlyndisins? Ég sendi Viðari Guðjohnsen ferðasöguna.

mánudagur, september 15, 2008

Kominn til Köben

Nú lifi ég ljúfa lífinu í Köben, sötra öl og glápi á imbann. Ég stend aðeins frammi fyrir einni stórri ákvörðun; hvernig heilalausa vinnu á ég að fá mér. Buger King eða McDolalds eru örugglega til í að ráða mig.

Að endingu legg ég til að Amy Winehouse verði lógað hið fyrsta.


 

Powered by Blogger