Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, júlí 29, 2008

Vísbending II

Djöfulsins vitleysa! Aggi er sá eini sem er búinn að svara. Er fólk ekki forvitið um hvaða fyrirmenni á þessa geirvörtu?

Eigandi geirvörtunnar er rithöfundur. Eftirfarandi textabrot er úr einu verka hans:

Þau hittast alltaf á sömu kaffistofunni í iðnaðarhverfi í austurhluta borgarinnar. Einhvern tíma var það af góðri og gildri ástæðu en hann er búinn að steingleyma hver sú ástæða var.


Ég ítreka að kvöldstund með mér auk bjórkippu er í verðlaun. Spurt er, hver er eigandi þessarar geirvörtu? (Sjá neðar á síðunni)

Vísbending

það stendur á svörunum í getraun dagsins. Hér kemur lítil vísbending:

Eigandi geirvörtunnar er þjóðþekktur einstaklingur. Ennfremur er hann miðaldra.

Getraun - vegleg verðlaun!Spurning dagsins er einföld. Hver á þessa geirvörtu?

Sá/sú sem svarar fyrst rétt hér í kommentakerfinu vinnur kvöldstund með mér og kippu af bjór.

Gáfumenni og bóhem

Á Hellu er enginn Næsti Bar. Og hvað gerir maður þegar maður kemst ekki á Næsta Bar? Jú, þú lætur Næsta Bar koma til þín.

Óli Sindri og Lommi koma í kvöld. Kindaþjófar og kaupakonur ættu að vara sig.

Hvað er málið með skyr?

Hvað er svona merkilegt við skyr?

Er bara hægt að búa til skyr úr mjólk sem kemur úr íslenskum beljum? Er bara hægt að búa til skyr á íslandi?

Er skyr ekki bara jógúrt? Hver er munurinn?

Tekur undir með sjálfum sér

Að öðrum þáttum löstuðum er Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport besti íslenski þátturinn í sjónvarpi um þessar mundir. Það er frábært að fá öll helstu atriði hverrar umferðar strax á skjáinn auk vandaðar umfjöllunar.

Margir hafa í gegnum tíðina sett spurningarmerki við greind íþróttamanna og þá sérstaklega knattspyrnumanna. Áhugavert er þó að það á almennt ekki við um knattspyrnukonur. Þær virka flestar bráðgáfaðar. Iðulega klifa lýsendur í sjónvarpi á því að íslenskar knattspyrnukonur séu annað hvort læknar eða verkfræðingar.

En hvað um það. Landsbankamörkin er góður þáttur. Vissulega tekur það á að láta málfarsvillur sem vind um eyru þjóta og þykjast ekki taka eftir þeim. Ég er oft upptjúnaður eftir að mitt lið, Breiðablik, hefur leikið og vil því fylgjast vel með umfjölluninni í kjölfarið. Þá verður maður að stilla hugann af og láta heimskulegt orðfærið ekki fara um of í taugarnar á sér.

Það væri lítið skemmtanagildi í því að telja upp þær málfarsvillur sem ég heyrði í viðtölum kvöldsins enda þótt að þar sé um auðugan garð að gresja. Þess í stað læt ég orð Magnúsar Gylfasonar meðfylgjandi:

Ég tek undir þau orð sem ég sagði í síðasta þætti.

mánudagur, júlí 28, 2008

Naomi sýgur ríkan Rússa - myndir

Naomi sýgur ríkan Rússa - myndir

Nú bíð ég spenntur eftir því að þessi frétt verði sú mest lesna á vísi.is.

En antiklímaxið var mikið þegar í ljós kom að hún var ekki að sjúga á honum typpið, aðeins varirnar.

fimmtudagur, júlí 24, 2008

MadonnaMadonna heitir fullu nafni Madonna Louise Ciccone Ritchie. Ég hélt alltaf að Madonnunafnið væri aðeins sviðsnafn. Magnað.

Enda þótt hún sé fjórum árum eldri en mamma mín, myndi ég ekki hika við að negla hana ef það stæði mér til boða.

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Lausnir felast í því að leita lausna

Það er ljótt að sparka í liggjandi mann – og hvað þá að bíta í nefið á honum, en ég stenst ekki mátið.

Eftir 6-1 tapleikinn gegn Breiðabliki sagði Guðjón Þórðarson í viðtali Stöð 2 Sport:

Lausnir felast í því að vinna og leita lausna.


Ég vissi að Guðjón væri skarpur og snotur en ég gerði mér ekki grein fyrir því að hann væri svona djúpur. Lausnir felast í því að leita lausna. Það á ekki að reka menn sem búa yfir greind af þessu tagi.

Orri Freyr Hjaltalín sagði sama kvöld:

Það skóp þennan sigur í dag.


Afskaplega finnst mér gaman þegar menn velja frekar sterkbeygingu sagna ef kostur gefst, ´skóp´ er miklu fallegra en ´skapaði´. Það er synd að sterk sagnorð séu lokaður orðflokkur.

föstudagur, júlí 18, 2008

Söknuður

Ég sakna Reykjavíkur. Ég sakna líka vina minna. Sumir þeirra hafa þó verið duglegir við að koma og heimsækja mig hingað á Hellu.

Ó þið, Ölstofan og Næsti Bar. Ég sakna ykkar líka. Og dagdrykkjan maður, úff. Engin dagdrykkja í næstum tvo mánuði. Ekkert öl á Austurvelli í hádeginu. Sem betur fer er sumarið bráðum búið og þá get ég tekið upp fyrri iðju.

Hjá mér er enginn föstudagsfílingur. Ég þarf að vinna eins og möðerfokker allan daginn í dag rétt eins og alla daga.

En fyrir ykkur hin þá mæli ég með smá Elvis Costello. Hann kemur ykkur í djammfílínginn.

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Stríðnispúka dreymir um kristshland

Áðan kom upp smá púki í mér og ég stríddi Gústa vegna innsláttarvillu sem hann gerði. Mér á eflaust eftir að hefnast fyrir það, sem er mjög slæmt því mest af öllu hræðist ég málvillur. Næst mest hræðist ég póst-módernisma og þar á eftir randaflugur.

Hera trúbbast í Oddakirkju í kvöld. Kannski að maður skelli sér.

Má drekka bjór í kirkjum? En ef ég kalla hann hland krists?

laugardagur, júlí 12, 2008

Góð skyndiákvörðun

Ég er búinn að vera algerlega fastur hér á hótelinu síðan í lok maí og vinna á hverjum einasta degi eins og möðerfokker. Eftir vinnu í gærkvöldi fór ég í göngutúr. Það er það eina sem hægt er að gera hér á Hellu sér til skemmtunar. Ég gekk yfir brúna með poka á bakinu og heyrnatólin á eyrunum. Þá hugsaði ég með mér: „Fokk itt – ég er farinn“. Fyrr um daginn frétti ég að Sprengjuhöllin og Rottweiler væru með tónleika á Selfossi. Ég staldraði við og setti út puttann og viti menn. Fyrsti bíllinn sem ég sá stoppaði fyrir mér og skutlaði mér á Selfoss. Tónleikarnir voru fínir og kvöldið frábært. Í nótt skutluðu tveir kanar mér aftur á Hellu.

En í kvöld kemur klímaxið. Megas og Senuþjófarnir á Stokkseyri. Ég get ekki beðið.

Villingar

Þegar ég var lítill strákur var ég alltaf hræddur við villingana í hverfinu. Enda ólst ég upp í Breiðholti.

Í dag heyrir maður aldrei talað um villinga. Ekki nema kynvillinga.

föstudagur, júlí 11, 2008

Rassasveittur borgari
Þessi mynd er tileinkuð Rassaboru.

Einfalt og gott í sveitinni

Hér á Hellu er engin Endurvinnsla og engin Sorpa. En hér er skúr sem er opinn tvisvar í viku þar sem gamall kall tekur við tómum dósum og flöskum. Kallinn telur flöskurnar svo engin þörf er fyrir að sortera þær. Eins eru gámar í jaðri bæjarins þar sem hægt er að losa sig við sorp og annan úrgang. Svæðið er ekki afgirt og er því hægt að athafnast þar allan sólahringinn. Ekki þarf að greiða sérstakt gjald fyrir þessa þjónustu.

Hvílíkur munur!

Er ég til?

Í athugasemd við síðustu færslu er ég sakaður um að vera ekki til. Það er mesta hrós sem ég hef fengið lengi.

###

Ég hef aldrei verið háður bloggi. Í raun byrjaði ég ekki að lesa blogg fyrr en síðasta haust þegar ég vann næturvaktir fyrir framan tölvuna. Það hefur aldrei verið vandamál fyrir mig að sleppa blogglestri í nokkra daga fyrr en nú. Í dag er ég gjörsamlega háður Jónasi Kristjánssyni. Ég verð að fá minn skammt af Jónasi með morgunkaffi. (Og raunar líka með hádegis-, kvöld- og miðnætursnarlinu því Jónas bloggar svo oft á dag.)

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Símafyrirtækið sem vildi vita hver skeit á hausinn á því

Við lifum á undarlegum tímum. Mætur maður sagði eitt sinn að módernismi væri menningarstefna en póst-módernismi menningarástand. Pönkið, anarkisminn og súrrealisminn breyttu miklu í menningu þjóðarinnar fyrir hart nær þremur áratugum og hristu vel upp í stoðum samfélagsins. Nú er pönkið snúið aftur í annarri mynd. „Skítt með kerfið“ segir alþjóðlegt stórfyrirtæki í símaauglýsingu.

Kúkum á kerfið / Skítt með kerfið. Hver er munurinn á kúk og skít? Hver er munurinn á símafyrirtækjunum? Harla lítill, svipaður og á kúk og skít. Eflaust er þessari auglýsingu beint gegn Símanum og hann á að tákna „kerfið“. Almenningur gerir ekki greinarmun á þessum fyrirtækjum. Síminn er ekkert meira „kerfi“ en Vodafone.

Ef Vodafone hefði verið til 1982 hefðu Bjarni móhíkani og félagar líka kúkað á það fyrirtæki rétt eins og allt kerfið.

Við lifum á undarlegum tímum. Öllu er snúið á haus og allt er á röngunni. Er auglýsingamennska gengin af göflunum? Er símafyrirtæki virkilega að biðja almenning að gefa skít í sig?

Þó er eitt jákvætt við þessa auglýsingu; afskræming íslenska fánans. Fánadýrkun er heimskuleg og ýtir undir þjóðernisrembing.

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Enn meira egórúnk

Talandi um egórúnk. Hrokkinhærði ístrubelgurinn segist vera stjarna. Það er mjög sjaldgæft að frægt fólk segist sjálft vera stjörnur. Það eru helst týpur eins og Leoncie, Herbert Guðmundsson og Silvía Nótt sem segja það sjálf opinberlega. Kannski á Egill bara ágætlega heima í hópi með þeim félögum.

sunnudagur, júlí 06, 2008

Egórúnk

Ég held að það sé hollt að rúnka egóinu annað slagið. Í dag gúgglaði ég mér og ýmislegt skemmtilegt kom í ljós. Eins og þetta, og svo fann ég líka þetta. Ég tek það þó fram að ég er ekki höfundur þessa yndislega ljóðs.

föstudagur, júlí 04, 2008

Heimsborgarar og lífskúnstnerar

Þótt það sé urmull bráðgóðra kaffihúsa hér í Madrid...

Ég held ég gubbi næst þegar ég heyri þessa setningu.

Annars hafa mér alltaf þótt orðin heimsborgari og lífskúnstner frekar niðrandi. Enda eru þau iðulega sögð í napuryrtum tón. Líka kannski vegna þess að fyrstir sem koma upp í hugann eru menn á borð við Ármann Reynisson og Kristinn R..

Vélmenni

Stebbifr í dag:

Mannlega taugin í mér allavega fær mig til að skrifa um þetta mál.

Aha! Þarna kom Stebbi upp um sig. Hann upplýsir að hann hafi eina mannlega taug. Það staðfestir grun minn um að Stebbi sé einhvers konar blanda af manni og vél, þó mestan part vél. Vél sem umritar fréttir og setur fram formúlukenndar og fyrirsjáanlegar skoðanir.

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Almenningur er handónýtt drasl

Almenningur í þessu landi er handónýtt drasl. Við erum ömurlegar rolur og liðleskjur. Ef við hefðum einhvern manndóm í okkur þá hefði annar hver maður lagt niður vinnu á höfuðborgarsvæðinu í dag og við fjölmennt upp í Leifsstöð. Þar hefðum við myndað mannlegan skjöld og lokað flugvellinum og lamað starfsemi þar. Þannig hefðum við komið í veg fyrir að Paul Ramses yrði sendur úr landi. Síðan hefum við öll farið á Rauðarárstíginn og krafist beinnar íhlutunar utanríkisráðherra.

En því miður er langt þangað til eitthvað þessu líkt gerist á Íslandi. Líklega ekki fyrr en ef Paul verður sendur aftur til Kenýa þar sem hann á eftir að „hverfa“.

Þá hafa margir blóð á höndum sér. Sérstaklega viðbjóðslegu fasistarnir hjá Útlendigastofnun og ráðherrann, yfirmaður þeirra.

Sólarsteypibað

Í gærkvöldi sat ég við bakka Ytri-Rangár og leyfði kvöldsólinni að roða kinnarnar. Ég kom mér fyrir á þægilegum stað og sötraði bjór og hlustaði á snillingana í Hjaltalín í æ-podnum. En þetta sólbað var einstakt. Á meðan sterk kvöldsólin skein á mig, byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu. Og þarna sat ég í fimmtán stiga hita í sólbaði og heitri sturtu.

Kannski er þetta alvanalegt hérna í sveitinni, en ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta var yndislegt.


 

Powered by Blogger