Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, nóvember 30, 2007

Brjálaður karl, kynvillingar og sandnegrar

Það er búið að vera kostulegt að fylgjast með biskupnum í fjölmiðlum í vikunni. Hann mætir í viðtöl og brýnir sitt fólk til dáða, rjóður í kinnum vegna bræðinnar sem kraumar innra með honum. Hann er nefninlega að tapa stríðinu og hann gerir sér fullkomlega grein fyrir því. Fólk er almennt að átta sig á því að trúboð á ekkert erindi í skóla landsins. Mjög svo jákvæð áhrif fjölmenningarsamfélagsins.

"Helvítis kynvillingarnir og sandnegrarnir" hugsa kjósendur Frjálslynda flokksins.

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Ánægjuleg tíðindi

Dagurinn í dag er mikill gleðidagur. Ég var að komast að því að róninn minn hefði komst að í meðferð. Þá er bara að fylgja þessu eftir.

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Dreggjarnar

Það er búið að vera afar athyglisvert að fylgjast með sennu Finns Ingólfssonar og Sverris Hermannssonar í Mannamáli Sigmundar Ernis undanfarið. Ásakanirnar og blammeringarnar eru búnar að ná nýjum og áður óþekktum hæðum, svo skítkastið er oft og tíðum yfirþyrmandi. Það er engin leið fyrir áhorfandann að gera það upp við sig hvor þeirra sé meiri skíthæll, svo sannfærandi eru rök þeirra beggja.

Helst væri ég til í að sjá þessar siðspilltu, fyrrverandi kanónur íslenskrar pólitíkur takst á í alvöru leðjuslag, íklæddir engu nema lendarskýlum.

Fimm raðfullnægingar

Í kvöld fór ég á tónleika með Hrund Ósk Árnadóttur ásamt fríðu föruneyti. Það er skemmst frá því að segja að alla tónleikana var ég með gæsahúð og standpínu. Þessi stúlka er flottasta og kynþokkafyllsta söngkona sem ég hef séð síðan á Eiðum ´64. Það var hrein unun að fylgjast með Gulla Briem hamra á húðunum og ég fokking blotnaði við að sjá Pálma Gunnarsson hamast á bandalausum rafbassanum.

Dómur: Fimm raðfullnægingar af fimm mögulegum!

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Californication

I think we should go out there and fuck all the people we havn´t fucked. Let´s just rock out with ours cocks out. Carpe-motherfucking-diem baby.

mánudagur, nóvember 26, 2007

Tveir á trúnó

Gunni og alteregóið hans sitja yfir kertaljósi í Bankastrætinu og kneyfa ískalt öl. Það er fullt tungl og þeir eru á trúnó:


Gunni: Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór?

Alteregó: Ég ætla að verða Hank Moody. En þú?

Gunni: Ég ætla líka að verða Hank Moody.

Alteregó: En verðum við þá ekki einn og sami maðurinn?

Gunni: Erum við það ekki nú þegar?

Alteregó: Skarplega athugað.

Þokkalegar píur

Það var hrein unun að horfa á Sunnudagskastljósið. Þar voru komnar saman tvær - ég ætla að fullyrða - glæsilegustu konur Íslands; drottningin Eva María og dívan Ragnheiður Gröndal. Á stundum var nær óbærilegt á að horfa, svo miklir voru persónutöfrarnir og þokkinn svo mikill sem þær sýndu af sér.

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Take A break

Á hótelinu þar sem ég vinn eru mjög margir bæklingar ætlaðir ferðamönnum. Sumir eru áhugaverðari en aðrir. Sá bæklingur sem mér finnst hvað skemmtilegastur er gefinn út af Hafnarfjarðarbæ en hann ber yfirskriftina: “Take A break – Hafnarfjörður” (já, hásteflingarnir eru svona).

Í bæklingnum eru að finna upplýsingar um helstu perlur Hafnarfjarðar og nokkrar staðreyndir um bæinn sem eiga að laða að ferðamenn. Nokkrar af þeim eru svohljóðandi:

***in 1908, Hafnarfjörður was granted township status, with a population of 1.400

***in the 1920s, Hafnarfjörður became the cradle of handball. To this day, the town remains a bastion of this hugely popular sport in Iceland.

***more than half of the townsfolk participate in sports or social clubs, and one in ten sings in a choir.

***Hafnarfjörður is part of the Greater Reykjavík Area.

***Iceland´s first electric power utility was established in Hafnarfjörður in December 1904, when the town brook was harnessed to generade electricity.

Ég hreinlega vissi ekki að Hafnarfjörður væri svona afskaplega áhugaverður! Ég verð að fara þangar oftar og ég ætla að mæla með honum við þá ferðamenn sem koma til mín og leita ráða.

Ég sé fyrir mér hina dæmigerðu ferðamenn; hjón frá Englandi, nýlega komin á eftirlaunaaldur, í fjögura daga heimsókn á Íslandi:


Maður: Well darling, what shall we do today? Perhaps take the Golden Circle and see Gullfoss and Geyser? Or go whale watching and sea angling?

Kona: Let´s at least get out of Reykjavik, the city is so overwhelming.

Maður: I agree. Let´s take a break and go to the town of Hafnarfjordur.

Kona: How far is that?

Maður: Only 25 minutes by bus. It´s one of the greatest towns in Europe! Did you know that in 1908, Hafnarfjordur was granted township status, with a population of 1.400?

Kona: No, but that is really interesting!

Maður: And it´s the cradle of handball in Iceland.

Kona: What is handball?

Maður: I don´t know, but it´s very popular in Iceland.

Kona: I´m excited. Do you know what percentage of the townsfolk sings in a choir?

Maður: I most certainly do. Ten percent.

Kona: That is amazing. Let´s cancel our trip to Bali next spring and instead go back to Hafnarfjordur.


Farið hefur fé betra en í framleiðslu þessa 24 síðna bæklings sem 12 manns sáu um að gera.

P.s. Forsíðumyndin á þessu bæklingi er einhver sú ljótasta sem ég hef séð. Bæklinginn má nálgast hér

föstudagur, nóvember 23, 2007

Dauður titill

Sá í blaðinu að Kill Bill er sýnd á Stöð 2 í kvöld en þar er titillinn íslenskaður og heitir myndin Drepa Bill. Þýðandanum hefur tekist gjörsamlega að drepa titilinn.

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Gangandi borð

Ég rak augun í auglýsingu frá veitingastað hér í bæ þar sem stóð:

Nú fara jólahlaðborðin að ganga í garð

Það þætti mér kostulegt að sjá.

Mercedes Benz

Hvað gerir maður ef manni dauðleiðist í vinnunni og hefur ekkert að gera um miðja nótt? Jú, maður horfir á Omega.

Á þeirri ágætu sjónvarpsstöð stendur nú yfir eitthvert söfnunarátak, sem er náttúrulega skömm því auðvitað ætti þetta allt að vera á fjárlögum.

Þar var viðtal við ungan mann sem gefur rosalega mikið því maður uppsker eins og maður sáir. Maðurinn lýsti þeirri alsælutilfinningu sem kemur yfir mann þegar maður gefur og þá langar mann að hringja aftur og aftur og aftur í söfnunarsímann því Guð vill að maður gefi. Hann talar meira að segja um tíund í biblíunni.

En þessi maður hafði gefið svo mikið og hann ætlaði aldrei að hætta að uppskera því Guð gaf honum svo mikið til baka, þar á meðal sparneytinn bíl.

Jæja, svo að Guð er byrjaður að útdeila bílum, og það sparneytnum í þokkabót. Vill ekki einhver hafa samband við Janis Joplin og láta hana vita?

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Með Ellý

Dálkurinn Með Ellý á baksíðu 24 stunda er kærkomin viðbót í annars snauða lágmenninguna á Íslandi. Þar stendur í dag:

Gunni Óla úr skítamóral, Venni Páver, Sigurpáll einkaþjálfari og Kittý Johansen selja fasteignir. Eru öll þekktu andlitin að flykkjast í fasteignasölu? spyr ég Nönnu Guðbergs, fyrrverandi módel sem starfar í dag sem sölufulltrúi fasteigna.

Gunni Óla: Hef ekki hugmynd um hvaða skímó gæi það er. Þekki þá ekki í sundur.

Venni Páver: Myndi aldrei þekkja hann í sjón.

Sigurpáll einkaþjálfari: Aldrei heyrt á hann minnst.

Kittý Johansen: Hú´ða fokk?

Því síður veit ég hver Nanna Guðbergs, fyrrverandi módel, er. En þetta eru semsagt "þekktustu andlitin". Annað hvort búum við Ellý ekki á sama landinu eða þá horfum við ekki á sömu andlitin.

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Yndisleg ferð!

Þá er maður kominn heim frá Danmörku og ný vinnuvika hafin. Ferðin var frábær og ótrúlegt hvað við náðum að gera margt á skömmum tíma.

Við lentum um hádegisbilið og tókum Metróið á Forum og löbbuðum þaðan heim til Malú. Hann býr í afar fallegri, hreinni og rúmgóðri íbúð sem er mjög vel staðsett. Við tókum því rólega fyrsta daginn og fengum okkur langan göngutúr og kíktum síðan á kaffihús. Svo fórum við snemma að sofa því við þurftum að hlaða batteríin fyrir næsta dag.

Á miðvikudeginum vöknuðum við klukkan sjö og fengum okkur dýrindis morgunverð og héldum svo í bæinn þar sem beið okkar bílaleigubíll. Við keyrðum um allt Sjáland og það var yndislegt að sjá haustlitina. Danska haustið er svo ólíkt því íslenska. Svo skiluðum við bílnum um kvöldið og löbbuðum í bæinn og fengum okkur einn Breezer og fórum svo í háttinn.

Daginn eftir tókum við líka snemma og ég og Jói fórum á búðarráp á meðan Malú var í skólanum. Það er skemmst frá því að segja að við misstum okkur í H&M og versluðum eins og brjálæðingar. Svo fórum við í Fields og Fisketorvet og kláruðum að kaupa allar jólagjafirnar. Ég hef aldrei áður verið búinn með jólainnkaupin svona snemma.

Svo á föstudeginum buðum við í veislu. Við buðum öllum vinum okkar í Köben og elduðum tvær gerðir af lasagne. Eina með hakki og eina grænmetis. Svo skellti Jói í gómsæta súkkulaðiköku sem við höfðum í eftirrétt. Seinna um kvöldið fórum við svo í bæinn og ég held ég hafi drukkið kippu af Breezer því ég var með hausverk í flugvélinni á leiðinni heim daginn eftir.

En allavega, frábær heimsókn og ég hlakka til að koma aftur eftir áramót. Svo vil ég þakka Malú og Kela fyrir frábæra gestristni.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Blindfullur bloggari

Í stað þess að leggja mig í morgun ákvað ég að byrja á því að drekka og sofa svo. Gerði svo tveggja tíma árangurslausa leit af rónanum mínum. Eftir að hafa þrætt rónabarina og talað við lögregluna (sem var nota bene mjög hjálpsöm og spurði mig að fyrra bragði hvort ég væri til í að gefa henni númerið mitt svo þeir gætu hringt í mig þegar róninn kæmi í leitirnar) gafst ég upp. Eða alveg þangað til ég hitti Lalla Johns. Hann vissi sko hvar minn maður var. Gaf mér upp heimilisfang, en þeir voru allir á bak og burt þegar ég kom. Ég tók bara strætó heim.

Þegar ég kom heim kíkti ég á bloggið mitt og las yfir rónafærsluna sem var heimsótt 10.000 sinnum síðustu viku. Mér til mikillar skelfingar var færslan mjög illa orðuð og full af villum. Enda ekki nema von því ég var blindfullur þegar ég skrifaði hana. Rétt eins og ég er blindfullur að skrifa þessa færslu.

Kæra fólk. Ef eitthvað skemmtilegt er ritað á þessari síðu, þá geti þið gengið út frá því að ég sé fullur að skrifa. Ef eitthvað leiðinlegt og gelt birtist hér, þá er ég þunnur og edrú.

P.s. Elsku róninn minn. Ekki fara nú að taka upp á því að drepast meðan ég er úti. Ég á eftir að skrásetja svo margt og þú átt eftir að eiga afmæli.

flug - dólgur - gunni

Eftir 24 klukkustundur sit ég spenntur í flugvél sem svífur frá Fróni áleiðis til Kaupmannahafnar, að öllum líkindum tilvonandi flugdólgur. Eftir hálftíma lýkur svo vinnuvikunni minni. 85 af síðustu 156 klukkustundum hef ég eytt í vinnunni svo að frívikan er kærkomin.

Þegar ég kem heim ætla ég að leggja mig og þegar ég vakna ætla ég að opna mér bjór og setja Leaving Las Vegas í tækið til að komast í stemmningu fyrir Köben. Síðan verður eflaust drukkið þangað til vélin fer í loftið. Þar sem að drykkjuhópurinn samanstendur af mér, Jóa og Malú verður sumblið og sorinn allsráðandi , enda erum við þekktir fyrir fátt annað en suddaskap í algeru hámarki.

Þegar ég kem svo heim um miðjan dag á laugardaginn verður örugglega ekki runnið af mér og óska ég hér með eftir upplýsingum um gott djamm. Þó vara ég óreynda við því ég verð eflaust í svipuðu ástandi og ég var í fyrir nokkrum vikum þegar besta vinkona mín, sem er mesti gestgjafi og umburðarlyndasta manneskja sem ég þekki, vísaði mér út úr sínum húsum fyrir typpalega sjómannastæla og almenns ógeðishátts. Enn og aftur vil ég biðja Bjartmar afsökunar á framferði mínu umrætt kvöld.

En semsagt, sjáumst heil, sæl, en umrfam allt drukkin á laugardaginn.

laugardagur, nóvember 10, 2007

Smjörmjólk

Ég var að velta því fyrir mér af hverju súrmjólk heitir buttermilk á ensku, hún er engin smjörmjólk. Svo áttaði ég mig á því að bein þýðing er kannski ekkert skynsamleg: sourmilk.

föstudagur, nóvember 09, 2007

Auð

Mannauðsstjórnun. Af hverju kallast þetta bara ekki sínu rétta nafni; mannstjórnun?

Kannski af því að hið síðarnefnda minnir óþægilega mikið á þrælahald.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Hvílík ritsnilld!

gella

lítiði bara til danmerkur. þegar danir áttuðu sig allt í einu.. voru komnir of margir útlendingar inn í landi og þá var það of seint. og núne geta þeir ekker gert í því. og 90% af nauðgunum, eru framdar af útlendingum! þetta er fáránlegt sko! mér finnst þetta vera mun alvarlegra en fólk er að halda... :/


Þetta komment er að finna á enn einum rasistavefnum; http://edalkvendi.bloggar.is/blogg/272754/

Þessi staðhæfing finnst mér jafn líkleg og að sæti gjaldkerinn sem afgreiddi þig í bankanum á útborgunardegi í hádeginu, sem var í þokkabót föstudagur, myndi eftir þér um kvöldið sama dag þegar þú hittir hana á troðnum skemmtistað þegar hún var búin með kippu af Smirnoff Ice. Semsagt útilokað.

En ég býst nú fastlega við því að þessi "gella" sem skrifar kommentið sé háskólamenntaður fræðimaður sem getur lagt faglegt mat á þessar tölur sem hún vísar í. Stíllinn í kommentinu ber alla vega vott um áralanga akademíska reynslu.

Ef ég mætti ráða myndi ég fleygja þessari "gellu" öfugri til Svalbarða þar sem hún getur dúsað með norskum veðurfræðingum. Þeir eru allavega ekki óarískir Austur-Evrópumenn.

p.s.

Hitti rónann í morgun og við áttum stutt en áhugavert spjall. Ég birti það síðar þegar ég er búinn að hreinrita það. Í þetta sinn gaf ég honum bara fyrir blandi.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Helgin

Hún byrjaði skemmtilega. Miklir endurfundir urðu þegar gamla stjórn Mímis kom saman í vísindaferð. Sumir voru drukknari en aðrir (Óli) og ég laumaðist heim um eittleytið. Ég skemmti mér virkilega vel.

Vaknaði svo á laugardaginn og rölti um bæinn. Síðar fékk ég heimsendingu. Fjögur hefti af TMM send heim að dyrum og afhent af engum öðrum en ritstýrunni sjálfri. Rölti með henni upp í Mál og menningu þar sem ég sá Kristínu Svövu lesa upp og gamla karlinn sem gaf henni illt augnaráð. Fór síðan á kaffhús með bókmenntaelítunni þar sem aðallega var rætt um slæmar bókmenntir.

Um kvöldið var svo haldið á fjáröflunarmálsverð Röskvu sem heppnaðist afar vel. Sá Kristínu lesa upp annað skiptið þann dag. Eftið það héldum við nokkur í strætó í Hafnarfjörðinn þar sem Arngrímur bauð til afmælisveislu. Á móti okkur tóku þúsund vindstig og afmælisgjöfin var marsinnis næstum fokin út í Faxaflóann.

Afmælisgjöfin var nokkuð frumleg þótt ég segi sjálfur frá; Einkennisklæðnaður bóhemsins. Hann samanstendur af jakka sem ég keypti í Kolaportinu, ábyggilega úr einhverju dánarbúinu, og svo forláta hatti sem ég keypti í Hróaskeldu. Auk þess bætti ég við tveimur sorpritum, Fölskum fulgi Mikales og Sex augnablikum eftir Þorgrím.

Kvöldið var hörku skemmtilegt, trallað og sungið til að verða þrjú. Þá deilum við leigubíl heim sem ég og Jón skiptum, þó var hann höfðinglegur og borgaði megnið af honum. Í bænum átti ég stefnumót við tvo vini mína á Kofanum. Þegar ég sá hvers var umhorfs þar þá ákvað ég að fara bara heim og sofa. Svo þéttsetinn var staðurinn. Þegar ég kom svo að útidyrunum uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að ég var lyklalaus. Hafði gleymt þeim heima hjá mömmu fyrr um daginn þegar ég hafði jakkaskipti.

Hvað gerir maður þá? Jú, maður staulast niður í leigubílaröð sem var svo löng að hún náði útfyrir Bókhlöðustíg! Í þokkabót var ég fastur á milli tveggja vinahópa fólks af ´68 kyslóðinni sem er ekki beint það fólk sem þú vilt umgangast þegar það er drukkið. Sem betur fer var ég með i-podinn minn á mér og blastaði eitthvað skemmtilegt til að losna við röflið í fólkinu. Loks rúmum klukkutíma síðar var ég sestur upp í leigubíl og brunaði heim til mömmu og bjó um mig í sófanum. Ég svaf eins og ungabarn.

mánudagur, nóvember 05, 2007

Svei mér þá!

Þetta nýtilkomna blogg mitt hefur ekki beinlínis slegið í gegn ef svo má segja. Fæ venjulega milli 15 og 20 heimsóknir á dag. Þá gerast undur og stórmerki. Einhver lesenda minna setti krækju á færsluna mína um rónann á vef sem heitir b2. Í gær heimsóttu síðuna 4230. Það er svolítil aukning.

Ég er búinn að fá margar athugasemdir og þykir mér vænt um þær og þakka kærlega fyrir hlýhug í minn garð.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Gubb og ræpa

Var að horfa á Kiljuna í tölvunni þar sem Egill tók viðtal við hinn mikla snilling Ágúst Borgþór. Eftir viðtalið langaði mig til að gubba yfir tölvuna mína, ræpa yfir gubbið og sturta öllu saman niður í klósettið. Svo mikill sori var þetta viðtal.


 

Powered by Blogger